Flokkur fólksins býður ekki fram í Eyjum

2.Apríl'22 | 14:57
kjorkassi_stor

Landsmenn ganga til kosninga þann 14. maí næstkomandi. Ljósmynd/TMS

Flokkur fólksins mun ekki bjóða fram í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. 

Georg Eiður Arnason, varaþingmaður flokksins greinir frá þessu í aðsendri grein á Eyjar.net í dag. Í greininni segir Georg Eiður að flokkurinn hafi verið hársbreidd frá því að geta boðið fram. 

„En eftir samtal við fólkið sem hefur unnið að þessu með mér undanfarnar vikur og mánuði, þá er niðurstaðan sú að láta þetta eiga sig núna, þannig að Flokkur fólksins mun ekki bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum hér í Eyjum í vor. ” segir í grein varaþingmannsins.

Georg kemur á framfæri þökkum, bæði fyrir stuðninginn og fyrir þá sem voru búnir að skrifa undir sem meðmælendur fyrir framboðinu og færir hann fyrir hönd Flokks fólksins sérstakar þakkir til þeirra sem komu að þessu á fyrstu stigum og voru með af heilum hug allan tímann. 

Það má því ljóst vera að þrjú framboð bjóði fram í Eyjum í vor. Sömu framboð og buðu fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þ.e. Eyjalistinn, Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokkurinn.

Alla grein Georgs má lesa hér.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).