Kveikjum neistann: Verulegar framfarir hjá 1. bekk

1.Apríl'22 | 11:00
barn_ad_lesa

Stöðumatspróf sem metur þekkingu nemenda í 1. bekk á bókstöfum/hljóðum, lestur orða og setninga var lagt fyrir í september og janúar. Verulegar framfarir eru á milli fyrirlagna. Ljósmynd/TMS

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar fjallaði um menntarannsókn á fundi sínum í vikunni.

Helga Sigrún Þórsdóttir kennsluráðgjafi, læsisfræðingur og aðstoðarkona hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar kynnti fyrstu niðurstöður úr mælingum í tengslum við Kveikjum neistann.

Stöðumatspróf sem metur þekkingu nemenda í 1. bekk á bókstöfum/hljóðum, lestur orða og setninga var lagt fyrir í september og janúar. Verulegar framfarir eru á milli fyrirlagna. Í september lásu 58,3% nemenda orð og 29,2% setningar en í janúar gátu 93,8% lesið orð og 78,3% setningar.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið þakki kynninguna og lýsir yfir ánægju með fyrstu niðurstöður mælinga. Ráðið hlakkar til að fylgast með frekari framvindu verkefnisins.

Í bókun frá meirihlutanum segir að meirihluti E- og H- lista fagni þeim mikla krafti og metnaði sem er í öllu skólasamfélaginu í Vestmannaeyjum, sem meðal annars kemur fram í rannsóknar- og þróunarverkefninu Kveikjum neistann. Stefnan er að vera í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Þetta öfluga starf verður ekki til án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang í Vestmannaeyjum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).