Fagna uppbyggingu á laxeldi

29.Mars'22 | 07:30
botn_22

Framkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Strandveg 104 fyrir seiðaeldi. Ljósmynd/TMS

Bæjarfulltrúar E- og H-lista fagna þeirri uppbyggingu á laxeldi í Viðlagafjöru sem fyrirhuguð er og tengingu þeirrar starfsemi og starfseminnar á lóðinni við Strandveg 104 fyrir seiðaeldi. 

Svona hefst bókun frá bæjarfulltrúum E og H lista sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn sl.

Mikilvægt að bæjarstjórn standi saman að atvinnuuppbyggingu

Enn fremur segir í bókun meirihlutans að mikilvægt sé að fjölga störfum og auka fjölbreytni atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum. Bæjarfulltrúar E- og H lista geta ekki annað en furðað sig á því að fulltrúar D-listans í umhverfis- og skipulagsráði séu ekki samstíga fulltrúum D-listans í framkvæmda- og hafnarráði, um uppbyggingu á lóðinni að Strandvegi 104 (í botni Friðarhafnar), ekki síst í ljósi þess að framkvæmda- og hafnarráð er það ráð, skv. stjórnskipan bæjarins, sem hefur með uppbyggingu á hafnarsvæðinu að gera. Mikilvægt er að bæjarstjórn standi saman að atvinnuuppbyggingu sem er í anda þeirrar viljayfirlýsingar sem allir bæjarfulltrúar samþykktu.

Ákjósanlegast að allir hefðu fengið samræmda kynningu og fundað sameiginlega um málið

Í bókun frá minnihlutanum segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagni uppbyggingu atvinnulífs og stórhuga framkvæmdaaðilum í Vestmannaeyjum.

„Laxeldi er vaxandi atvinnugrein og ánægjulegt að sú starfsemi sé til framþróunar í Vestmannaeyjum. Undirrituð skilja áhyggjur ráðsmanna Sjálfstæðisflokksins af nauðsyn þess að vanda vel úthlutun á takmörkuðu landsvæði á hafnarsvæðinu og þeirri atvinnustarfsemi sem þar fer fram. Ákjósanlegast hefði verið að bæði framkvæmda- og hafnarráð, umhverfis- og skipulagsráð og bæjarfulltrúar hefðu allir fengið samræmda kynningu og fundað sameiginlega um málið.” segir í bókun sjálfstæðismanna.

Liðurinn var samþykktur samhljóða með sjö atkvæðum bæjarfulltrúa.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).