Samþykkt að kanna áhuga einkaaðila á sjósundsaðstöðu

26.Mars'22 | 10:52
sjosund3

Hér má sjá hugmynd arkítektafyrirtækisins Undra ehf. um uppbyggingu sjósundsaðstöðu í Klaufinni/Höfðavík.

Haustið 2021 auglýsti Vestmannaeyjabær eftir tillögum að uppbyggingu aðstöðu til sjósunds í Klaufinni/Höfðavík. Arkítektafyrirtækið Undra ehf., var eina fyrirtækið sem sendi inn tillögu.

Málið var tekið til umfjöllunnar bæjarstjórnar á fimmtudaginn var. Í fundargerðinni segir að um sé að ræða tillögu um sjávarbaðstað með aðstöðu til sjósunds og útivistar við Klaufina/Höfðavík í Vestmannaeyjum.

Sjávarbaðstaðan mun falla að nærumhverfi og verða í nánum tengslum við náttúru Vestmannaeyja. Markmið tillögunnar er að skapa skemmtilegan áfangastað fyrir bæjarbúa og gesti til útivistar og til að stunda sjóböð. Hugmyndin er að sjávarbaðið og aðstaðan fyrir sjósund verði hluti af gönguleið sem er ætlað að tengja saman helstu sögu- og útsýnisstaði í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að sjávarbaðstaðan verði með laugum á tveimur pöllum (kaldur og heitur pottur), útsýnisstað, sturtu- og búningaaðstöðu og mögulega saunu. Vatnið í laugunum verði upphitaður sjór.

Í afgreiðslutillögu segir að bæjarstjórn leggi til við umhverfis- og framkvæmdasvið að kannaður verði áhugi einkaaðila um sjósundsaðstöðu samkvæmt innsendri tillögu frá Undra ehf.

Bæjarstjórn vísar aðal- og deiliskipulagsvinnu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023. Þegar kemur að þeirri vinnu í haust þarf að taka ákvörðun um framkvæmdina sjálfa og ákveða hvort eða hvernig skuli skipta verkinu niður verði farið af stað í framkvæmdina. Tillagan var samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum bæjarfulltrúa.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).