Jákvæðar niðurstöður í þjónustukönnun

22.Mars'22 | 07:30
20220312_112310

Vestmannaeyjabær kom vel út úr nýjustu þjónustukönnun Gallup. Ljósmynd/TMS

Niðurstöður könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2021 voru kynntar á íbúafundi í Eldheimum í gær. Eru niðurstöður könnunarinnar jákvæðar varðandi þjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Vestmannaeyjabær er efst þeirra 20 stærstu sveitarfélaga landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Bæjarfélagið er í öðru til þriðja sæti þegar kemur að, þjónustu leikskóla og menningarmálum. Vestmannaeyjabær er jafnframt í fyrsta til öðru sæti þegar spurt er um aðstöðu til íþróttaiðkunar og þjónustu starfsfólks bæjarskrifstofanna. Þátttakendur í könnuninni voru auk þess ánægðir með margt er snýr að umhverfismálum, sem sérstök áhersla var lögð á í þessari könnun. Munu niðurstöðurnar nýtast í lokavinnu við gerð umhverfis- og auðlindastefnu, sem er á lokametrunum, að því er segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Þar segir jafnframt að óhætt sé að fullyrða, þegar á heildina sé litið, eru margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Sorphirðumálin, sem illa hafa komið út undanfarin ár, eru skv. niðurstöðunum á mun betri stað. Það eru alltaf atriði sem betur mega fara og er þessi þjónustukönnun góður leiðarvísir fyrir bæjaryfirvöld að bættri þjónustu við íbúa.

Niðurstöður þjónustukönnunarinnar má nálgast hér að neðan.

Þjónusta sveitarfélaga 2021 - Vestmannaeyjar

Þjónusta sveitarfélaga 2021 - Umhverfismál

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).