Sæunn Magnúsdóttir skrifar:

Arfleifðin

21.Mars'22 | 13:32
saeunn_ads

Sæunn Magnúsdóttir

Ég held að við getum flest verið sammála um það að Íslendingasögurnar eru helstu dýrgripir okkar Íslendinga.  

Þrátt fyrir að sögurnar séu stórlega ýktar og vel kryddaðar þá byggja þær á raunverulegum persónum og atburðum og eru því ótrúleg heimild um tíma sem  enginn er lengur til frásagnar um. Við stöndum á tímamótum. Í janúar verða liðin 50 ár frá eldgosinu á Heimaey. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita tvær milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið á Heimaey og gerður hefur verið samningur við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna.

Auk gerðar minnisvarðans verður tímamótanna minnst með málstofu um Heimaeyjargosið og Surtseyjargosið. Ég fagna þessu framtaki en tel að við getum bætt um betur. Ég tel nauðsynlegt að rita sögu þeirra sem stóðu vaktina á Heimaey í gosinu á meðan þeir eru til frásagnar um gosið. Ég hefði til dæmis mikinn áhuga á að geta lesið endurminningar Páls Zóphaníassonar sem var bæjartæknifræðingur þegar gosið hófst, stóð vaktina, teiknaði nýtt skipulag fyrir bæinn eftir gos, varð bæjarstjóri og rekur nú teiknistofu. Ég varpa því fram þeirri hugmynd að hefja undirbúning að útgáfu afmælisrits þar sem sögur og endurminningar úr gosinu verða skjalfestar og verði þar með að ómetanlegri heimild um gosið fyrir komandi kynslóðir.

 

Sæunn Magnúsdóttir

Höfundur sækist eftir 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).