Þrjár færanlegar varaaflsstöðvar komnar til Eyja

19.Mars'22 | 11:48
raforka_landsnet_is

Samanlögð framleiðslugeta umræddra varaaflsstöðva er um 3,6 MW af raforku. Ljósmynd/Landsnet.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi bæjarráði frá nýjustu stöðu varaaflsmála í Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í vikunni. Þ.á.m. greindi bæjarstjóri frá fjölda færanlegra varaaflsstöðva sem Landsnet var búið að lofa að senda til Vestmannaeyja. 

Tvær stöðvar eru komnar til viðbótar við þá einu sem send var fyrr á árinu. Samanlögð framleiðslugeta umræddra varaaflsstöðva er um 3,6 MW af raforku. Verið er að ljúka við að tengja vélarnar, segir í fundargerðinni.

Bæjarstjóri greindi einnig frá fundi hennar og orkumálaráðherra, um stöðu rafmorkumála í Vestmannaeyjum, þar sem ítrekað var mikilvægi þess að bæta varaafl og breyta lagaumgjörðinni um fjarvarmaveitur. Mikilvægt er að huga sérstaklega að rekstrarumhverfi fjarvarmaveitna, m.ö.o. sanngjarnt verð á raforku til framleiðslu varmaorku. Óeðlilegt er að fjarvarmaveitur á köldum svæðum skuli þurfa að kaupa raforku á markaði til að framleiða varmaorku til húshitunar.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).