Eftir Ragnheiði Sveinþórsdóttur

Við getum gert betur

Innviðirnir

17.Mars'22 | 07:20
20220312_111834

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Þar sem ég sækist eftir 2-4 sæti í komandi prófkjöri í Vestmannaeyjum þá langar mig að minnast á innviðina okkar. 

Þegar kemur að grundvallarskipulagi kerfisins okkar eða innviðunum þá er ég í fyrsta lagi vel kunnug skólakerfinu, með þrjú börn í grunnskóla. Heilbrigðisþjónustunni, við fjölskyldan nýtum okkur hana eins og aðrir en við Siggi eigum líka langveikt barn svo mig grunar að við höfum þurft að nýta okkur þá þjónustu sem býðst oftar en margir. Af sömu ástæðu þekkjum við félagslega kerfið hér í eyjum ágætlega; og þegar ég segi fólki í sömu sporum og við erum, hvernig þjónustan er í okkar sveitarfélagi þá gapa margir. Því við erum ótrúlega heppin þegar kemur að ótrúlega mörgum þáttum í innviðunum hjá okkur.

Hins vegar þegar kemur að bráðahjálp vitum við að þegar við þurfum hana þá tekur hún tíma. Ég sjálf þakka fyrir að hafa ekki farið fyrr af stað með miðjubarnið mitt sem fæddist hér í eyjum. Þann dag voru vaktaskipti hjá svæfingalæknunum, ef hún hefði reynt að koma í heiminn nokkrum klukkustundum fyrr þá finnst mér ólíklegt að hún væri 10 ára í dag. Sjúkravél staðsett á norðurlandi hefði mjög ólíklega náð að ferja okkur í bæinn í tíma. Mikilvægi sjúkraþyrlu eru ótvíræð, konur eru að fæða börn hérna í eyjum, fólk slasast, veikist, skip eru á sjó allt í kringum okkur. Af hverju höfum við ekki heyrt meira um áform um staðsetningu sjúkraþyrlu á suðurlandi? 

Afhverju er þetta í alvöru ekki eitt af baráttumálum bæjarins sem fer hátt? Ég geri mér fulla grein fyrir að fá sjúkraþyrlu til okkar er eins og að snúa olíuskipi í Suez-skurðinum, reyndar litlu olíuskipi, en það krefst samt sem áður þrautseigju, undirbúnings og reynslu. Hér ættu kjörnir fulltrúar að láta í sér heyra og beita sér fyrir okkur sem búum við önnur skilyrði.  Ég hef þrautseigju og reynslu af stjórnsýslunni. Ég vann lengi hjá opinberu hlutafélagi og geri mér ótvíræða grein fyrir því hvernig fjármunum er ráðstafað. Ég hef líka með þrautseigju komið tveimur reglugerðarbreytingum, fyrir börn með skarð í gómi, í gegn ásamt viðauka til að stemma stigu við óbilgirni í kerfinu. Við verðum að halda áfram og hafa hátt.

Ég vil að samfélagið okkar sé alltaf besta útgáfan af sjálfu sér – fyrir okkur öll.

Vestmannaeyjar – verðum best.

 

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

 

Höfundur sækist eftir 2-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).