Fjórðu ferðinni bætt við áætlun Ernis

17.Mars'22 | 12:58
vel_ernis

Enn eykst flugið til Eyja og verður flogið fjórum sinnum í viku út mars, flug á miðvikudögum bætist við núverandi áætlun. Ljósmynd/TMS

Flugsamgöngur voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. 

Fram kemur í fundargerðinni að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri hafi óskað eftir því við innviðaráðherra í síðustu viku, að fjölgað yrði flugferðum til og frá Vestmannaeyjum.

Farþegatölur síðustu vikna benda til þess að fjöldi fólks sé að nýta sér flugsamgöngur, sem er afskaplega jákvætt. Sértækur ríkisstyrkur, sem veittur er á grundvelli covid, er forsenda fyrir fluginu og hefur styrkurinn verið veittur síðan í desember sl. Í Vegagerðinni er verið að vinna að undirbúningi útboðs á ríkisstyrktu flugi til Vestmannaeyja sem væri framtíðarfyrirkomulag, þar sem markaðslegar forsendur fyrir flugi tvisvar á dag, eru ekki til staðar. Nýting flugsamgangna hafa verið góðar. Samgönguráðuneytinu ætti því að gefast svigrúm til fjölgunar flugferða til og frá Vestmannaeyjum, sértaklega í ljósi þess að sjósamgöngur hafa verið erfiðar síðustu mánuði.

Einnig kemur fram að svar hafi borist frá ráðuneytinu um að bætt verði við fjórðu ferðinni í tengslum við covid aðgerðina sem sett verður í áætlun í samkomulagi við Flugfélagið Erni.

Í niðurstöðu ráðsins segir að bæjarráð ítreki mikilvægi góðra flugsamgangna við Vestmannaeyjar, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, sbr. aðstæður undanfarna daga. Það skiptir máli að gripið sé til sértækra aðgerða til þess að bæta við flugferðum nú í marsmánuði. Því fagnar bæjarráð að nú hafi ráðuneytið samþykkt að bæta við fjórðu flugferðinni á milli lands og Eyja á grundvelli þessarar sértæku covid aðgerðar. Mikilvægt er að hafa kröfu um tvær flugferðir á dag þegar hugað er að útboði á ríkisstyrktu flugi.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).