Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar:

Berjast þarf enn á ný um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum

16.Mars'22 | 08:46
Hildur_s_03_22

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Fregnir af fyrirhugaðri sameiningu sýslumannsembætta sem eru í burðarliðnum innan dómsmálaráðuneytis eru því miður ekki ný af nálinni heldur kunnuglegt stef í eyrum okkar Eyjamanna. 

Nú hefur eldri hugmyndum um sameiningu sýslumannsembætta verið skellt í nýjan glansbúning aukinnar stafrænnar þjónustu.

Við sjáum það svart á hvítu að Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum hefur heldur betur eflst með tilkomu öflugs sýslumanns sem sótt hefur ný verkefni fyrir embættið, m.a. með aukna stafræna þjónustu að markmiði og hefur forysta og staða sýslumanns þar skipt lykilmáli. 

Háð var afar hörð barátta í byrjun kjörtímabilsins um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum sem með miklu harðfylgi hafðist og augljóst að nú þarf að reima á sig skóna að nýju. Ég er tilbúin í það. Þessar hugmyndir hugnast okkur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja ekki og þeim höfum við og munum áfram mótmæla kröftuglega.

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir 

Bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...