Ragnheiður Sveinþórsdóttir skrifar:

Sagan endalausa

15.Mars'22 | 14:40
herj_n

Greinarhöfundur segir það ekki eðlilegt að bærinn logi stafnanna á milli þegar Herjólfur sé ræddur.

Ég hef nokkrum sinnum verið spurð fyrir hvað ég stend eftir að ég ákvað að taka þátt í prófkjörinu í Vestmannaeyjum. 

Ég hef víst skoðun á flestu en er hins vegar raunsæ þegar kemur að takmörkunum mínum til að ræða málefni sem ég hef einfaldlega ekki nógu mikið vit á. Þannig að næstu daga ætla ég að setja hér fram þau málefni sem eru mér hugleikin.

Samgöngumálin

Það fyrsta sem ég, sem íbúi Vestmannaeyjabæjar, horfi til er að við getum gert betur hvað varðar stjórnun samgöngumála. Það er ekki eðlilegt að bærinn logi stafnanna á milli þegar Herjólfur er ræddur, að illa gangi að slökkva elda innanbúðar hjá Herjólfi. Starfsemin var gagnrýnd þegar Eimskip hafði samninginn en maður spyr sig í dag hverju breytingarnar, sem áttu að vera til batnaðar, skiluðu? Ég vann sjálf á Herjólfi fyrir um 20 árum, þegar Lalli var skipstjóri og kynntist stjórnuninni og hvernig hugsunin var þá. Hins vegar erum við sjálf orðin kröfuharðari en við vorum fyrir 20 árum þegar við horfum á samgöngurnar.

Í dag finnst okkur sjálfsögð krafa að farið sé 7 ferðir á dag í Landeyjahöfn. Við sem Eyjafólk gerum okkur þó fulla grein fyrir að yfir hörðustu mánuðina þarf að sigla í Þorlákshöfn þegar ölduhæðin er of mikil. Seinustu tvo vetur höfum við verið ótrúlega heppin og frátafir verið óverulegar.
Það sem ég vil koma á framfæri er að við verðum að hugsa fram í tímann, við getum ekki bara yppt öxlum þegar sandurinn er orðinn of mikill og á sama tíma er sjólagið óhagstætt, ég hef t.d. frá áramótum stefnt á að fara til Reykjavíkur með dóttur mína en þar sem við erum einfaldlega of góðu vanar til að leggja saman í Þorlákshafnarferð þá bíðum við ennþá eftir nokkuð öruggum degi, samt með smá fyrirvara til að fara. Og ef við horfum svo framhjá náttúrunni þá þarf einfaldlega að setja skýrar verklagsreglur þegar kemur að stjórnun er varðar ferjuna og huga betur að upplýsingagjöf til notenda hennar á skilvirkan hátt. Það eru lausnir við öllum vandamálum og hér er frábært tækifæri til að beita sér, samfélaginu til hagsbóta.
Ég vil að samfélagið okkar sé alltaf besta útgáfan af sjálfu sér – fyrir okkur öll.

Vestmannaeyjar – verðum best.

 

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

 

Greinin birtist fyrst á facebook-síðu Ragnheiðar. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Ragneiður býður sig fram í 2-4 sæti á lista flokksins fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).