Hannes Kristinn Sigurðsson skrifar:

Ferjusamgöngur

15.Mars'22 | 10:02
hannes_kristinn__s_fb

Hannes Kristinn Sigurðsson

Eins góð samgöngubót og Landeyjarhöfn ásamt nýjum Herjólfi er þá þufum við öflugt grafskip og varanlega lausn í dýpkunarmálum.

Það gengur ekki að vera alltaf í þessari óvissu ár eftir ár, það má heldur ekki gleyma því að við eigum heima í Vestmannaeyjum og hér gerir arfa vitlaust veður og eru Vestmannaeyjar þekktar sem slíkar.

Það á því ekki að koma okkur á óvart að siglingar hér á milli séu háðar veðri og vindum!

Svo er það hin spurningin, á reksturinn heima hjá okkur ?

Þó svo að undirritaður hafi verið á móti því að Vestmanneyjabær tæki yfir ferjusiglingar þá er það gott fyrir samfélagið að rekstur sé í höndum okkar, það er okkar skilda að skila þar góðu búi fyrir okkur heimafólk, gesti og starfsfólk.

Það er ekki okkur samfélaginu til heilla að reka þau erfiðu mál sem nú ríkja í fjölmiðlum, við þurfum að standa vörð um reksturinn, við þurfum að gera það betur hvort sem um reksturin sjálfan eða Landeyjarhöfn.

Þetta félag er í eigu okkar Vestmannaeyinga og sómi fyrir bæjarfélagið að standa okkur vel í öllum málfenum Herjólfs.

Þetta snertir okkur öll og er á okkar ábyrgð.

 

Hannes Kristinn Sigurðsson

Undirritaður bíður sig fram í 4-5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).