Góð aflabrögð en kolvitlaust veður framundan

14.Mars'22 | 16:02
thorunn_bergey_snjo

Bergey landaði í Eyjum á laugardag. Ljósmynd/TMS

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum um helgina. 

Bergey landaði á laugardag og Vestmannaey í gær. Bæði skipin héldu á ný til veiða strax að löndun lokinni en þau eru á landleið núna vegna veðurs. Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins, segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að vel hafi fiskast að undanförnu.

„Bæði skip voru að veiðum á Öræfagrunni og fengu þar þorsk og ýsu. Þetta er stór og fallegur fiskur. Nú er kolvitlaust veður framundan og ég get ekki séð að skipin fari út á ný fyrr en á föstudag. Þetta veður riðlar öllu, það er ekki nóg með að veiðar stöðvist heldur munu allir fiskflutningar stöðvast einnig. Þetta veðurfar er engu líkt og næstu dagar eru skelfilegir ef spár rætast,“ segir Arnar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).