Snorri býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

7.Mars'22 | 15:15
snorri_runars_fb_cr

Snorri Rúnarsson

Snorri Rúnarsson hefur tilkynnt um að hann bjóði sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, sem haldið verður þann 26. mars nk.

Snorri tilkynnti um þetta á facebook-síðu sinni fyrr í dag, en í dag rennur út frestur til að tilkynna um þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.

Tilkynningu Snorra má lesa í heild sinni hér að neðan.

Snorri Rúnarsson heiti ég og er á 20. aldursári. Undanfarin ár hef ég fylgst mikið með pólitíkinni hér í Eyjum. Ég sit í stjórn Eyverja, félagi ungra sjálfstæðismanna, áður sem ritari en nú sem varaformaður. Ég hef fylgst með flestum fundum bæjarstjórnar undanfarið ár og oft langað að tjá mig um ýmis málefni. Tel mig hafa sterkar skoðanir og læt mig margt varða.

Það er mikilvægt að hafa ungt fólk í fremstu röð í stjórnsýslu bæjarfélagsins sem fulltrúa æskulýðs í Eyjum. Grunnstoðir samfélagsins þurfa að vera í góðu lagi til þess að ungmenni sækist eftir að búa í Eyjum, Þar skipta miklu , góðar samgöngur, heilbrigðismál, rafmagn og samskiptaleiðir (ljósleiðari), menning og afþreying og möguleikar til menntunar, hvort sem það er í fjarnámi eða staðnámi.

Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sem myndar síðan framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Í Vestmannaeyjum líður mér vel. Hér er ég fæddur og uppalinn og vil búa um ókomna tíð. Vona að þessar grunnstoðir bæjarfélagsins muni eflast og þróast og hvetji ungt fólk til að flytja til Eyja.

Heimaey er dásamleg náttúruperla og í Eyjum er sennilega eitt sterkasta samfélag sem finnst á Íslandi. Hér standa allir saman í blíðu og stríðu, hvað sem á dynur.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).