Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Fimmtán í framboði

7.Mars'22 | 21:59
kosningar

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram 26.mars nk.

Framboðsfrestur til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rann út í dag 7. mars kl.16:00.

Alls bárust 15 framboð sem kjörnefnd hefur farið yfir og sannreynt.

Nöfn frambjóðenda í stafrófsröð eru eftirfarandi:

Alexander Hugi Jósepsson                  Tæknifulltrúi Nova

Eyþór Harðarson                                Útgerðarstjóri

Gísli Stefánsson                                  Æskulýðsfulltrúi

Halla Björk Hallgrímsdóttir                 Fjármálastjóri

Hannes Kristinn Sigurðsson               Stöðvarstjóri

Hildur Sólveig Sigurðardóttir             Sjúkraþjálfari/bæjarfulltrúi

Jón Þór Guðjónsson                           Tölvunarfræðingur

Kolbrún Anna Rúnarsdóttir                Deildarstjóri hjá Vestmannaeyjabæ

Margrét Rós Ingólfsdóttir                  Félagsfræðingur

Óskar Jósúason                                   Aðstoðarskólastjóri

Ragnheiður Sveinþórsdóttir               Framkvæmdastjóri

Rut Haraldsdóttir                               Verkefnastjóri

Sæunn Magnúsdóttir                         Lögfræðingur

Snorri Rúnarsson                                Nemi og rafvirki

Theodóra Ágústsdóttir                       Rekstrarstjóri

Kjörnefnd þakkar þátttakendum auðsýndan áhuga á málefnum bæjarfélagsins. Er það virkilega ánægjulegt hversu margir eru tilbúnir að taka þátt í störfum flokksins í Vestmannaeyjum. Það er bjart framundan í komandi prófkjöri.

Prófkjör mun fara fram 26.mars, segir í tilkynningu frá kjörnefnd.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).