Deilt um gamla sambýlið á fundi bæjarstjórnar

6.Mars'22 | 10:00
bæjarstj_0920_fund

Frá fundi bæjarstjórnar. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja voru félagslegar leiguíbúðir sveitarfélagsins til umræðu. 

Í bókun frá bæjarfulltrúum D lista vegna málsins segir að Vestmannaeyjabær hafi gert langtímaleigusamning vegna félagslegra íbúða á Vestmannabraut 58b. Í kjölfarið ákvað Brynja leigufélag að selja eignina en bauð Vestmannaeyjabæ hana til kaups áður en hún fór á almenna sölu, Vestmannaeyjabær afþakkaði boðið. Fulltrúar minnihluta voru ekki upplýstir um slíkt boð. Hvorki fagráð né bæjarstjórn fjallaði um möguleg kaup og því ljóst að sú ákvörðun fékk enga lýðræðislega umfjöllun. Undirrituð gagnrýna að mál sem varða mikla fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins séu ekki tekin til formlegrar umfjöllunar í stjórnsýslu bæjarins.

Þessu tengt: Níu milljónir á ári í leigu á gamla sambýlinu

Í kjölfarið bókuðu bæjarfulltrúar E og H lista þar sem segir að það sé dapurlegt að enn og aftur á kjörtímabilinu velji bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að fara niður á það plan að hjóla í manninn en ekki málefnin. Reyna að gera einfalt mál tortryggilegt þó svo að bæjarfulltrúarnir hafi vitneskju um ferlið. Það er greinilegt að árangurinn og þau góðu verk sem unnin hafa verið á kjörtímabilinu truflar minnihluta d-listans það mikið að þau velja að fara þessa leið.

Aldrei kom formlegt tilboð um kaup Vestmannaeyjabæjar á húsinu og því eðlilega ekki hægt að taka fyrir eða taka afstöðu til mála sem ekki koma inn í stjórnsýsluna, segir í bókun meirihlutans.

Í seinni bókun bæjarfulltrúa D lista segir að hvorki bæjarfulltrúar né ráðsmenn minnihlutans stýri stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar. En það kemur ekki á óvart að enn og aftur reyni meirihlutinn að firra sig ábyrgð og varpa sökinni annað.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.