Umhverfis- og skipulagsráð:

Vilja íbúakosningu um hvort grafa eigi inn í Nýja hraunið

4.Mars'22 | 16:30
hraun_v_kirkjuv

Í aðalskipulagi er afmarkað þróunarsvæði á Nýja hrauni. Svæðið liggur austan við miðbæ á mótum Kirkjuvegar og Skansvegar. Ljósmynd/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar var tekið til umfjöllunar afmarkað þróunarsvæði á Nýja-hrauni.

Fram kemur í fundargerðinni að í Vestmannaeyjum sé vöntun á lóðum og þörf fyrir ný byggingarsvæði fyrir fjölbreyttar lóðir, er því mikilvægt er að skoða öll svæði sem hafa möguleika til uppbyggingar. Í aðalskipulagi er afmarkað þróunarsvæði á Nýja hrauni, merkt M-2. Svæðið liggur austan við miðbæ á mótum Kirkjuvegar og Skansvegar og fjallar greinargerð aðalskipulagsins m.a. um svæðið með eftirfarandi hætti:

  • Miðsvæði þar sem áformað er að byggja aftur upp á svæði sem fór undir hraun í gosinu 1973. Svæðið er merkt sem þróunarsvæði og verður unnið að því á skipulagstímabilinu að móta uppbyggingaráform frekar.
  • Möguleikar til landmótunar eru opnir en í þeim getur falist að landið verði stallað á einhvern hátt og að eitthvað af efni yrði nýtt til efnistöku.
  • Áður en uppbygging fer af stað þarf að liggja fyrir deiliskipulag fyrir allt svæðið og samhliða vinnu við deiliskipulag verður unnin rammahluti aðalskipulags fyrir þennan hluta miðbæjarins þar sem sett verða skilyrði um uppbyggingaráform á reitnum.

Samstaða um að fara í íbúakosningu

Í tillögu frá fulltrúum E- og H-listans er lagt til við starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs að safna saman þeim gögnum sem til eru í málinu og vinna minnisblað um næstu skref í ferlinu við að skapa lóðir til framtíðar á svæði sem skilgreint er sem þróunarsvæði M2 í aðalskipulagi og tilheyrir miðbænum. Ásókn er í lóðir í miðbænum og því mikilvægt að leita allra leiða til að fjölga þeim. Minnisblaði og gögnum skal skila inn til ráðsins fyrir fund 28. mars nk.

Í framhaldi lögðu fulltrúar D-listans í ráðinu fram bókun þar sem segir að það sé sjálfsagt að horfa til framtíðar hvað varðar byggingarland í Vestmannaeyjum og skoða svæði sem geta nýst til uppbyggingar. Fulltrúar D-lista fallast á ofangreinda tillögu en munu mynda sér afstöðu til málsins þegar gögn liggja fyrir.

Fulltrúar D-lista lögðu til að farið verði í íbúakosningu varðandi það hvort grafa eigi inn í hraunið og tóku fulltrúar E- og H-listans undir þá tillögu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).