Fullt hús á styrktartónleikum Krabbavarnar - myndir

4.Mars'22 | 08:00
DSC_9506

Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Það var kátt í Höllinni í gær, þegar efnt var til styrktartónleika þar. Það var Krabbavörn í Vestmannaeyjum sem stóð að tónleikunum og rann allur ágóði til félagsins.

Óhætt er að segja að tónleikarnir hafi heppnast vel. Úrval listamanna tróð þar upp og einnig voru dregnir út 30 vinningshafar í happadrætti. 

Þátttaka fór langt umfram væntingar

Á facebook-síðu Krabbavarnar segir í tilkynningu: Þakklæti er okkur efst í huga vegna frábærra undirtekta á Mottumarstónleikunum sem haldnir voru í gærkvöldi. Þátttaka fór langt umfram væntingar.

Stjórn Krabbavarnar þakkar öllu okkar frábæra fólki, velunnurum, styrkjendun og öllum þeim sem gáfu sína vinnu við aðkomu tónleikanna, rekstraraðilum Hallarinnar sem rukkuðu ekki fyrir leigu hússins, einnig viljum við þakka strákunum okkar í karlaklúbbnum fyrir ómetanlegt starf þeirra, Simmi, Óskar Pétur, Óli, Finnur, Steingrímur og Dóri hafið innilega þökk fyrir ykkar framlag … þið eruð hetjur.

Til hamingju öll. Sjáumst að ári.

Kærleikskveðja
Stjórn Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.

Myndasyrpu Óskars Péturs Friðrikssonar frá tónleikunum má sjá hér að neðan.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).