Hannes Kristinn Sigurðsson skrifar:

Flugsamgöngur hafa legið niðri samtals í tæpa 8 mánuði frá því í september 2020

4.Mars'22 | 13:50
hannes_kristinn__s_fb

Greinarhöfundur segir að flugsamgöngur þurfi að vera aðgengilegar okkur að minnsta kosti alla virka daga og til þess þarf stuðning til að byggja upp áætlunarflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur.

Það verður að teljast mikil afturför í samgöngum ef við skoðum síðustu tvö ár.

Áætlunarflug hefur legið niðri meira eða minna síðan í september 2020 ef frá eru talin þessi tvö styrktarflug á viku sem Air Iceland Connect, síðar Icelandair, sá um frá desember 2020 til maí 2021.

Við tók áætlunarflug sem gefið var út sem sumaráætlun og átti hún að hefjast maí 2021 og vera út september 2021. Það var fljótlega ljóst að þetta gekk illa upp og var sú áætlun skorin niður, hófst hún í júní og var hætt mánuði fyrr en áætlað var eða í lok ágúst 2021.

Nú í dag flýgur flugfélagið Ernir þrjár ferðir í viku á samskonar styrk og veittur var til Icelandair 2020-2021 og gildir hann til loka maí 2022.

Það ætti að vera öllum ljóst að sú vinna sem þarf til að tryggja okkur áreiðanlegar samgöngur ætti að vera löngu hafin og er einfaldlega búið að vera draga lappirnar frá því í september 2020!

Í stjórnarsáttmála má lesa:

„Jafnframt verði unnið að því að endurskipuleggja og byggja upp almenningssamgöngur um land allt. Þar skiptir höfuðmáli að fólksflutningar á vegum og í lofti verði samþættir á notendavænan hátt og auðvelt verði að finna og velja farleiðir og greiða fargjöld.“

Til að hægt sé að tala um áætlunarflug þarf tíðni ferða að vera aðgengileg, hér dugar ekki til að allir heimamenn sem þurfa á þjónustu að halda á fastalandinu ferðist til dæmis á þriðjudögum eða fimmtudögum, enda gengur dæmið ekki upp þannig.

Flugsamgöngur þurfa að vera aðgengileg okkur að minnsta kosti alla virka daga og til þess þarf stuðning til að byggja upp áætlunarflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur.

Í dag er sagt að málið sé til skoðunar, fyrir mér er málið einfalt, við þurfum þennan samgöngumáta og það hefur glettilega sýnt sig í þeim erfiða vetri sem nú er vonandi að fara ljúka.

 

Hannes Kristinn Sigurðsson

Undirritaður bíður sig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).