Götulýsingu er víða ábótavant

3.Mars'22 | 15:00
20220303_080203

Eins og sjá má er fjöldi staura ljóslaus. Ljósmynd/TMS

Götulýsingu í Vestmannaeyjum hefur víða verið ábótavant eftir áramót. Vestmannaeyjabær bauð út þjónustu og viðhald gatnalýsingar í lok síðasta árs. Áður höfðu HS Veitur sinnt viðhaldi ljósastaura.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að HS Veitur hafi sagt upp samningi um viðhald. „Verkið var boðið út og lægstbjóðandi var Bergraf ehf.”

Þessu tengt: Bergraf bauð lægst í þjónustu og viðhald gatnalýsingar

Hann segir að stærsta vandamálið undanfarið sé veðrið, sem hafi farið illa með ljósin og gert verktakanum erfitt fyrir að koma tækjum til Eyja. „Þegar fært hefur verið sjóleiðina og landleiðina hefur oftar en ekki verið það mikill vöruflutningur að hans tæki hafa ekki komist með. Von er á þeim á mánudaginn í næstu viðhaldsskorpu.”

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).