Leggja til 34.600 tonna lækkun

frá þeirri sem gefin var út 1. október 2021

18.Febrúar'22 | 17:35
lodnu_sigva

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn. Skjáskot/Sigva-Media.

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn, sem þýðir 34.600 tonna lækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 1. október 2021. 

Ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (1834 þús. tonn) og leiðöngrum sem fóru fram frá 19. janúar til 14. febrúar (938 þús. tonn). Áætlaður afli á milli haust- og vetrarmælinga er 275 þús. tonn, segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar.

Mælingar fóru að mestu fram í leiðangri dagana 19. - 31. janúar með þátttöku skipa Hafrannsóknastofnunar, r/s Bjarna Sæmundssonar og r/s Árna Friðrikssonar. Þá náðist að mæla loðnustofninn í seinni atrennu af tveimur dagana 25. - 31. janúar í heildstæðri yfirferð frá Hornbanka að Hvalbak. Ekki var unnt að mæla vestar vegna íss. Því var farið í annan leiðangur á r/s Árna Friðrikssyni þegar skilyrði leyfðu rúmri viku síðar og náðist mæling frá Grænlandssundi austur yfir Kolbeinseyjarhrygg 10. - 14. febrúar.

Við heildarstofnmat voru niðurstöður leiðangurs í febrúar vestan 22°V lagðar við mælingar í janúar (mynd). Óvarlegt var talið að gefa sér þá forsendu að loðna á svæðinu á milli Hornbanka og Kolbeinseyjarhryggjar í febrúar væri hrein viðbót við það sem mælt var í janúar. Þar liggur til grundvallar að loðnan á svæðinu var mjög blönduð, ennfremur var töluvert af loðnu sem var skammt komin í kynþroska á og því óvíst hvenær hún muni hrygna. Árgangurinn (2019) sem ber uppi veiðina á yfirstandandi vertíð er án efa stór, en mikil óvissa er um hve stór hluti hans mun hrygna í vor. Þessir þættir geta skýrt umtalsverðan mun á mældri stærð stofnsins í haust og nú í vetur.

Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Samkvæmt því leiðir þessi heildarmæling til veiðiráðgjafar upp á 869 600 tonn veturinn 2021/22. 

Mynd/hafrannsóknastofnun.

Smelltu á hlekkinn til að lesa nánar um ráðgjöf.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).