Jóna Sigríður sækist eftir endurkjöri

18.Febrúar'22 | 17:52
IMG_2053

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, tilkynnti nú fyrir stundu um framboð sitt í prófkjöri bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey. Prófkjör félagsins fer fram þann 5. mars næstkomandi.

Jóna Sigríður skipaði annað sætið á H-listanum í síðustu sveitarstjórnarkosningum. 

Tilkynning Jónu Sigríðar:

Kæru vinir!

Nú hefur bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey ákveðið að bjóða aftur fram lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér aftur en prófkjör verður hjá félaginu þann 5. mars nk. Þau fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið mjög ánægjuleg en jafnframt krefjandi.

Ég hef meðal annars haft það stóra hlutverk að stýra umhverfis- og skipulagsráði. Aukin áhersla hefur verið í umhverfismálum en þar eru mörg þörf og skemmtileg verkefni í gangi sem haldið verður áfram að vinna með eins og í öðrum málaflokkum. Ég býð mig fram til að geta komið þessum verkefnum sem og öðrum nýjum í þann farveg sem þeim er ætlað.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).