Deiliskipulag við Hvítingaveg samþykkt þrátt fyrir athugasemdir

15.Febrúar'22 | 17:26
skipulag_hvitinga_og_skolaveg_2021_stor

Úr nýja deiliskipulaginu. Skjáskot/vestmannaeyjabær

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti í vikunni breytingartillögu deiliskipulags við Hvítingaveg. Fjórar athugasemdir bárust ráðinu. 

Athugasemdir bárust frá húseigendum að Hvítingavegi 5, frá húseigendum Skólavegi 21b(Alþýðuhúsið), frá Þresti Johnsen meðeiganda að Skólavegi 21b (Alþýðuhúsið) og frá Kára Bjarnasyni og Sigurhönnu Friðþórsdóttur starfsmanna Safnhúss og Sagnheima.

Bendir á að samkomuhaldi fylgi alltaf einhver hávaði og fyrirhuguð aðkoma þrengi að húsunum

Í athugasemd Bernhards Bogasonar fyrir hönd Sæsvölunnar ehf., eiganda Alþýðuhússins, voru gerðar eftirfarandi athugasemdir við  tillöguna:

  1. Almennt er gerð athugasemd vegna þeirrar starfsemi sem um árabil hefur verið í Alþýðuhúsinu og ráðgert er að verði til framtíðar þegar covid faraldurinn leyfir, þ.e. rekstur samkomuhúss. Samkomuhaldi fylgir alltaf einhver hávaði og erill á álagstímum. Íbúðarhúsnæði alveg ofan í slíkri starfsemi verður að teljast varhugaverð.
  2. Fyrirhuguð bygging á Skólavegi 21c, sunnan við Alþýðuhús stendur alltof nálægt Alþýðuhúsinu og mögulegt er að íbúðarhúsnæði á þessum stað geti haft áhrif á starfsemi Alþýðuhússins sem samkomuhúss og þrengt að því
  3. Þá þrengir fyrirhuguð aðkoma að húsunum að aðkomu að Alþýðuhúsinu og möguleikum til starfsemi í Alþýðuhúsinu og á lóð þess. Telja verður að eðlilegra sé að aðkoma að húsunum verði ekki framan við anddyri Alþýðuhússins og í kringum það. Þess í stað ætti aðkeyrsla að húsunum að vera frá Kirkjuvegi eða frá Hvítingavegi og niður fyrir bókasafn og byggðasafn. Þetta er eðlilegasta leiðin, sem sagt að aðkoma að húsunum yrði frá horni Kirkjuvegs og Hvítingavegs og frá Horni Hvítingavegs og Skólavegs.

Stendur vissulega nálægt Alþýðuhúsinu, en er við bakhlið hússins

Í fylgigögnum með fundargerðinni fylgja einnig svör við fram komnum athugasemdum. Svörin við athugasemdunum hér að ofan eru eftirfarandi:

  1. Fleiri íbúðarhúsnæði standa nálægð Alþýðuhúsinu. Nýr byggingarreitur við Skólaveg 21c stendur vissulega nálægt húsinu, en það er við bakhlið hússins en ekki skemmtanasal. Starfsemi Alþýðuhússins kemur ekki til með að verða skert vegna þessa. Það verður lóðarumsækjenda að meta hvort viðkomandi hafi áhuga á að búa svo nálægt húsi með slíka starfsemi. Lóð Alþýðuhússins stækkar lítilega. 
  2. Fleiri íbúðarhúsnæði standa nálægð Alþýðuhúsinu. Nýr byggingarreitur við Skólaveg 21c stendur vissulega nálægt húsinu, en það er við bakhlið hússins en ekki skemmtanasal. Starfsemi Alþýðuhússins kemur ekki til með að verða skert vegna þessa. Það verður lóðarumsækjenda að meta hvort viðkomandi hafi áhuga á að búa svo nálægt húsi með slíka starfsemi. Lóð Alþýðuhússins helst óbreytt. Frekari starfsemi Alþýðuhússins á svæði sunnan við Alþýðuhúsið myndi krefjast stækkun á lóð hússins. Formleg ósk um lóðastækkun hefur ekki komið fram. Lóðarhafi hefur einungis tilkall til starfsemi innan sinnar lóðar
  3. Lóð Alþýðuhússins stækkar lítillega til suðurs til að tryggja aðkomu að bakhlið hússins. Ekki hafa komið fram formlegar áætlanir eiganda hússins eða beiðni um stækkun í kynningarferli skipulagsins. Eign Alþýðuhúss hefur ákveðna lóð. Ekki hefur rætt eða gefin heimild fyrir stækkun á þeirri lóð nú stækkun á byggingarreit Alþýðuhúss. Flestir skemmti og aðkomustaðir í Vestmannaeyjum liggja við umferðargötur. Vegslóði frá Kirkjuvegi hefði mun meiri sjónræn áhrif á umhverfi safnhús og ráðhúss og myndi loka fyrir gönguleið um svæðið að Stakkagerðistúni.

Benda á að söfn þurfi að huga að stækkun og breytingum til langrar framtíðar

Í bréfi Kára Bjarnasonar og Sigurhönnu Friðþórsdóttur starfsmanna Safnhúss og Sagnheima segir að athugasemd þeirra lúti annars vegar að fyrirhuguðum vegarspotta austan við Alþýðuhúsið og hinsvegar að mögulegri stækkun Safnahúss, til austurs og um eina hæð. Í samantekt bæjaryfirvalda kemur eftirfarandi fram sem þrengir verulega að möguleikum Safnahúss til vaxtar til framtíðar litið:

  1. Gert er ráð fyrir nýjum vegi fyrir aftan Kirkjuveg 52 (Safnahúsið) sem verður aðalaðkoma að Skólavegi 21c, aðkoma að baklóðum Hvítingavegar 7-13 og að bakhlið Safnahússins.
  2. Byggingarreitur við Kirkjuveg 53 (Safnahúsið) minnkar úr 450 m2 í 333 m2.

Er það beiðni bréfritara að kannað sé hvort ekki væri í þess stað unnt að setja veginn eða vegarspottann fyrir sunnan Ráðhúsið og Safnahúsið og koma þannig í veg fyrir verulega þrengingu á byggingarreit fyrir viðbyggingu Safnahúss. Vegurinn myndi þá liggja útfrá Kirkjuvegi og niður að Skólavegi 21c. Þá leggja bréfritarar áherslu á að það liggi fyrir að heimilt sé að reisa aðra hæð ofan á viðbyggingu við Safnahús og ofan á anddyri Safnahúss sem nefnd er Einarsstofa.

Í niðurlagi bréfs Kára og Sigurhönnu segir að þau geri sér grein fyrir að engin ákvörðun liggi fyrir um ofangreindar framkvæmdir við Safnahúsið en benda á að söfn þurfi að huga að stækkun og breytingum til langrar framtíðar. 

Deiliskipulagið endurskoðað komi fram áhugi eiganda um að byggja ofan á Safnahús 

Í svari skipulagsráðs við erindi Kára og Sigurhönnu segir hvað varðar minnkun byggingarreits við Kirkjuveg 53 (Safnahúsið) að skipulagið fjalli ekki um breytingu á Safnhúsi og verður uppdrætti breytt skv. því.  

Fleiri íbúðarhúsnæði standa nálægt Alþýðuhúsinu. Nýr byggingarreitur við Skólaveg 21c stendur vissulega nálægt húsinu, en það er við bakhlið hússins en ekki skemmtanasal. Starfsemi Alþýðuhússins kemur ekki til með að verða skert vegna þessa. Það verður lóðarumsækjenda að meta hvort viðkomandi hafi áhuga á að búa svo nálægt húsi með slíka starfsemi. Lóð Alþýðuhússins stækkar lítillega

Hvað varðar athugasemd þeirra um nálægð nýbyggingar við Alþýðuhúsið segir í svarinu að fleiri íbúðarhúsnæði standi nálægt Alþýðuhúsinu. Nýr byggingarreitur við Skólaveg 21c stendur vissulega nálægt húsinu, en það er við bakhlið hússins en ekki skemmtanasal. Starfsemi Alþýðuhússins kemur ekki til með að verða skert vegna þessa. Það verður lóðarumsækjenda að meta hvort viðkomandi hafi áhuga á að búa svo nálægt húsi með slíka starfsemi. Lóð Alþýðuhússins stækkar lítillega. 

Um heimild um að reisa aðra hæð á hluta Safnahússins segir í svari skipulagsráðs að ekki hafi komið fram ósk frá eigenda hússins um að reisa aðra hæð ofan á viðbyggingu við Safnahús. Ef að slíkur áhugi kemur fram síðar mun deiliskipulagið verða endurskoðað.

Lóðaumsækjanda að meta nálægð við önnur hús

Ólafur Gylfason og Erna M. Arnarsdóttir, íbúar á Hvítingavegi 5 sendu einnig inn athugasemd þar sem fram koma áhyggjur af að hæð og byggingarlag fyrstu teikninga verði ekki í samræmi við byggingarstíl eldri hús og að byggð falli að umhverfinu og stuðli að bættri götumynd. Varðandi aðra byggð við Hvítingavegi þá erum við sátt við þéttingu byggðar en leggjum aftur áherslu á að huga að götumynd við hlið 100 ára gamallar byggðar. Við teljum mikilvægt að hafa húsin lágreist og ekki hærri en tvær hæðir. 

Í svari ráðsins við þessu segir að byggingarstíll Brekastígs og Hvítinavegar til austurs miðist af gömlum byggingastíl og endurspeglar götumynd þann stíl. Vestar á Hvítingavegi og við Kirkjuveg er hins vegar fjölbreyttari byggingarstíl. Hús verða að hámarki tvær hæðir frá Hvítingavegi, og er krafa um að efri hæð sé inndregin frá vegi. Þannig munu húsin vera eða sýnast lægri en hús sem standa hinum megin við götuna við Hvítingaveg. Innan byggingarskilmála rúmast form húsa í gömlum stíl sé það ósk lóðarhafa.  

Þá ítreka þau ósk sína að láta ekki verða af fyrirhugaðri byggingu á Skólavegi 21. Telja bréfritarar það óraunhæft að skipuleggja nýtt fjölbýlishús svo þétt við núverandi byggð þar með talið Alþýðuhúsið sem er með leyfi til skemmtanahalds. „Að okkar mati mun núverandi tillaga ekki falla að umhverfi og stuðla að bættri götumynd né að skapa sátt frá nærumhverfi.” segir í bréfinu.

Þessari athugasemd er svarað á þann veg að það sé lóðaumsækjanda að meta hvort nálægð fyrirhugaðs húss við Skólaveg 21c sé of nálægt Alþýðuhúsi. 

Alþýðuhúsið innan svæðis sem skilgreint er sem íbúðabyggð

Í fjórða bréfinu sem barst frá Þresti Johnsen meðeiganda að Alþýðuhúsinu er m.a. bent á að greinagerð skipulagsins vitni í lóð við Kirkjuveg 21b (Alþýðuhús). Þarna er missagt að Alþýðuhús sé við Kirkjuveg 21b en á að vera Skólavegur 21b. Í svari ráðsins segi að ábendingin sé rétt og þessu verði breytt.

Einnig kom Þröstur á framfæri að einhver mistök hafi orðið þar sem Alþýðuhúsið sé nú á reit sem merktur er sem íbúðarbyggð en ekki miðsvæði og hljóta það að vera mistök og er mótmælt og farið fram á að verði lagfært. Í svari ráðsins við þessu segir að samkvæmt aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015– 2035 liggi Skólavegur 21b (Alþýðuhúsið) innan svæðis sem skilgreint er sem íbúðabyggð. 

Í svari við þessu segir að samkvæmt aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015– 2035 liggur Skólavegur 21b (Alþýðuhúsið) innan svæðis sem skilgreint er sem íbúðabyggð.

Öðrum athugasemdum bréfritara hafði verið svarað í athugasemdum annara.

Ráðið samþykkti sem áður segir breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa var falið að svara athugasemdum í samræmi við greinargerð skipulagsfulltrúa. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Deiliskipulag miðbæjar Hvítingavegur og Skólavegur.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).