Alltaf alvarlegt þegar að störfum fækkar

3.Febrúar'22 | 07:06
IMG_1796

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Í fyrradag var greint frá því að 11 fastráðnum starfsmönnum í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar hafi verið sagt upp störfum og þrettán vertíðarstarfsmönnum til viðbótar var tilkynnt að ekki væri hægt að tryggja þeim vinnu við lok vertíðar.

Fram kom í máli Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í fjölmiðlum í gær að öllum fastráðnum starfsmönnunum hafi verið boðin vaktavinna í staðinn. 

Sjá einnig: Uppsagnir hjá Vinnslustöðinni

Eyjar.net leitaði viðbragða hjá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum vegna uppsagnana. 

„Þetta kom mér mjög á óvart enda búið að tilkynna um met afkomu hjá Vinnslustöðinni fyrir nokkrum vikum. Ekkert virtist í kortunum um að þar á bæ væri verið að draga saman í starfseminni hér í Eyjum. Það er alltaf alvarlegt þegar að störfum fækkar. Ég á eftir að kynna mér málið betur og fá að vita hvað býr að baki.“ sagði Íris.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).