Ásmundur staðfestir framboð

31.Janúar'22 | 12:21
asi_f

Ásmundur Friðriksson

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur staðfest að hann hafi tekið áskorun um að gefa kost á sér í oddvitasætið hjá sjálfstæðismönnum í Rangárþingi ytra.

Ásmundur sagði í viðtali við Eyjar.net í síðustu viku að hann hafi fengið margar áskoranir frá bæði íbúum og forystumönnum í Sjálfstæðisflokknum í Rangárþingi ytra.

Ásmundur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að tæki­færið sé spenn­andi og gaf hann sínu fólki fyr­ir aust­an lof­orð um að bjóða sig fram sem sveitar­stjóra­efni, en frest­ur til þátttöku í prófkjöri renn­ur út um miðjan fe­brú­ar.

Sjá einnig: Skorað á Ásmund

Víðfeðmt sveitarfélag í vexti

Ásmundur er ekki óvanur störfum á sveitarstjórnarstiginu. Hann starfaði áður en hann fór á þing sem bæjarstjóri í Garðinum á Suðurnesjum. 

Rangárþing ytra er sveitarfélag í Rangárvallasýslu sem varð til 9. júní 2002 við sameiningu þriggja hreppa: Rangárvallahrepps, Holta- og Landsveitar og Djúpárhrepps.

Rangárþing ytra er víðfeðmt sveitarfélag með 1881 íbúa samkvæmt Hagstofu Íslands. Mörk þess afmarkast að mestu af Þjórsá að vestan, vatnaskilum að norðan að Vatnajökli og Tungnaá. Að sunnan fylgja mörkin Mýrdalsjökli að Eystri-Rangá. 

Á facebook-síðu sveitarfélagsins segir að Rangárþing ytra sé mikið ferðamanna-og landbúnaðarhérað og hestamennska stunduð í miklu mæli. Í sveitarfélaginu eru margar þekktar náttúruperlur eins og Hekla og Landmannalaugar auk margra annarra áhugaverðra staða. Hella er helsti þéttbýlis- og atvinnukjarni sveitarfélagsins með 942 íbúa í byrjun árs í fyrra. 

Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Á Hellu er banki, pósthús, hótel, gistiheimili, sundlaug, tjaldsvæði, veitingahús, vínbúð, kjötbúð, fiskbúð, apótek, heilsugæslustöð, sláturhús, bifvélaverkstæði, hjólbarðaverkstæði, bensínstöð auk margs konar atvinnureksturs og opinberrar þjónustu.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).