Enn óljóst hvernig staðið verði að vali á lista hjá Sjálfstæðisflokki

27.Janúar'22 | 07:25
kjorkassi_stor

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí. Ljósmynd/TMS

Tæpir fjórir mánuðir eru nú til sveitarstjórnarkosninga, og eru flokkar og framboð að ákveða um þessar mundir hvernig staðið verði að vali á lista. Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey tilkynnti í síðustu viku um að fari verði í prófkjör þann 5. mars nk. 

Þá sagði Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans í viðtali hér á Eyjar.net í lok nóvember að hjá Eyjalistanum hafi félagsfólk ávallt tekið ákvörðun um það hvernig framboðslistinn lítur út. „Það verður örugglega engin breyting á því fyrir komandi kosningar.” sagði hann.

Haldinn var fjarfundur í fulltrúaráði Sjálfstæðiflokksins á mánudagskvöld. Jarl Sigugeirsson, formaður fulltrúaráðsins segir í samtali við Eyjar.net að mæting hafi verið góð, rúmlega 40 fulltrúar. „Þar ræddum við málin varðandi leiðir, en í ljósi fregna af afléttingum á samkomutakmörkunum vildum við freista þess að geta fremur tekið ákvörðun um tilhögunina á eðlilegum fundi fulltrúaráðs í Ásgarði.” segir Jarl.

Hann segir að ákveðið hafi verið á fundinum að boða næst til fundar á tímabilinu 3.-10.febrúar. „Þá er ætlunin að taka ákvörðun um aðferð við að velja saman lista frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.”

Tags

X2022

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).