Fleiri flugferðir til Eyja

26.Janúar'22 | 17:31
stora_vel_ernis

Flugfélagið Ernir vonast til að hægt verði að byggja upp flugsamgöngur að nýju til Vestmannaeyja og auka flugið enn frekar. Ljósmynd/TMS

Flugfélagið Ernir mun, í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, fjölga flugferðum um eina ferð í viku til og frá Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar. 

Flogið verður því þrjá daga í viku, í stað tveggja, til og frá Eyjum, þ.e. mándaga, þriðjudaga og föstudaga. Upplýsingar um flugáætlun félagsins er að finna á heimasíðu Flugfélagsins Ernis, ernir.is.

Flugfélagið Ernir vonast til að hægt verði að byggja upp flugsamgöngur að nýju til Vestmannaeyja og auka flugið enn frekar. Hlakkar félagið mikið til áframhaldandi samvinnu við Vestmannaeyinga um uppyggingu flugsamgangna til frambúðar, segir í tilkynningu frá flugfélaginu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).