Segir að mál réttindalausa skipstjórans hafi verið rætt óformlega
23.Janúar'22 | 20:11Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að mál réttindalausa skipstjórans á Herjólfi hafi verið rætt óformlega á fundi bæjarráðs á miðvikudaginn var.
Haft er eftir Írisi á vef Ríkisútvarpsins nú í kvöld að Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi farið með rangt mál í fréttum ríkisútvarpsins í dag. Hún segir að mál réttindalausa skipstjórans hafi verið rætt óformlega á fundi bæjarráðs í liðinni viku og að það verði einnig rætt formlega á næsta fundi bæjarráðs.
Sjá einnig: Bæjarfulltrúar ekki verið upplýstir um mál skipstjórans
Á þann fund verði stjórn Herjólfs ohf boðuð til að skýra málið fyrir kjörnum fulltrúum. Þá segir Íris að Hildur Sólveig hafi hvorki óskað eftir upplýsingum um mál réttindalauss skipstjóra á Herjólfi formlega né óformlega við bæjarstjóra. Hildur Sólveig sagði hins vegar svo vera. Íris segist líta málið alvarlegum augum líkt og aðrir sem hafa tjáð sig um það.
Stýrimaður segir upp störfum
Þá segir í umfjöllun Rúv að stjórnendur Herjólfs ohf. hafi í dag haldið fundi með fulltrúum áhafna vegna máls skipstjórans sem sigldi réttindalaus. Þar kemur einnig fram að einn stýrimaður hafi sagt upp störfum.
Herjólfur ohf. hefur undanfarið auglýst eftir stýrimönnum til starfa. Fimm stýrimenn eru skráðir á vefsíðu Herjólfs. Fleiri vantar í afleysingar. Og svo sagði einn stýrimaður upp fyrir rúmri viku. Sá stýrimaður sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að það að skipstjóri hafi siglt án réttinda með því að skrá aðra skipstjóra í staðinn að þeim forspurðum hafi verið kornið sem fyllti mælinn.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.