Bæjarfulltrúar ekki verið upplýstir um mál skipstjórans

23.Janúar'22 | 14:19
herj_n

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Hvorki bæjarstjórn né bæjarráð Vestmannaeyja hefur rætt mál skipstjórans á Herjólfi sem sigldi réttindalaus í um tíu daga um jólin.

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn ætlar að óska eftir því að málið verði tekið upp, en bærinn heldur á eina hlutabréfinu í Herjólfi ohf.

Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir jafnframt að forsvarsmenn Herjólfs ohf. stefni að því að halda fund með áhöfnum Herjólfs í dag um að réttindalaus skipstjóri hafa siglt skipinu í um tíu daga í lok desember. Þetta mun vera fyrsti fundurinn sem forsvarsmenn Herjólfs fara yfir málið með starfsfólki.

Röng skráning og réttindaleysi brot á lögum

Skipstjórinn var áminntur og lækkaður í tign þegar upp komst að hann hafði skráð aðra sem skipstjóra í þeim ferðum sem hann sigldi réttindalaus.

Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar sem ásamt Samgöngustofu hefur eftirlit með því að einungis lögskráðir sjómenn séu í áhöfn sagði í fréttum í gær að röng skráning og réttindaleysi væri brot á lögum.

Þessu tengt: Vegagerðin lítur málið alvarlegum augum

Hljóti að vera forgangsmál að ræða þetta mál

Haft er eftir Hildi Sólveigu Sigurðardóttur oddvita sjálfstæðismanna í bæjarstjórn að henni hafi brugðið þegar hún frétti af þessu. Hún segir málið hafa borist sér til eyrna og hafi hún óskað óformlega eftir upplýsingum frá bæjarstjóra en fengið takmarkaða upplýsingagjöf þar í gegn.

„En við höfum því miður ekki verið, bæjarfulltrúar, ekki verið upplýstir um þetta mál af hálfu hvorki bæjarstjóra sem heldur á eina hlutabréfinu, né öðrum.“

Hildur segir í samtali við Rúv að hún geri fastlega ráð fyrir því að málið verði til umræðu á næsta fundi bæjarráðs. „Og ég lít eins og ég segi bara málið alvarlegum augum og geri ráð fyrir að það hljóti að vera forgangsmál að ræða þetta mál. Ég hef líka óskað eftir upplýsingum og verið í sambandi við okkar fulltrúa í stjórn Herjólfs varðandi málið,“ segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Frétt ruv.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.