Vegagerðin lítur málið alvarlegum augum

22.Janúar'22 | 13:15
her_naer

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar segir það óásættanlegt að skipstjóri á Herjólfi hafi siglt ferjunni eftir að atvinnuréttindi hans runnu út í desember. 

Hún segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, og er það ekki í samræmi við gildandi samninga milli Herjólfs ohf. og Vegagerðarinnar.

Rætt var við Bergþóru í hádegsfréttum Ríkisútvarpsins. Berþóra segir að hún hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum í gær. Hún segir að það sé eitt af því sem að þurfi að ræða við forsvarsmenn Herjólfs ohf. 

Sjá einnig: Skipstjóri á Herjólfi sigldi með útrunnin réttindi

Fram kemur að umræddur skipstjóri hafi verið titlaður yfirskipstjóri. Hann var lækkaður í tign eftir að málið komst upp, en hann hefur siglt með fjölda farþega án réttinda í desember. Er hann sagður hafa skráð aðra skipstjóra án þeirra vitneskju þegar hann var sjálfur að sigla ferjunni.

Þá kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins að starfsmenn Herjólfs hafi fundað um málið í morgun, en fundurinn var ekki á vegum Herjólfs ohf.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.