Skipstjóri á Herjólfi sigldi með útrunnin réttindi
21.Janúar'22 | 16:35Búið er að áminna einn af skipstjórum Herjólfs og hefur hann verið lækkaður í tign eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu.
Greint er frá málinu á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir enn fremur að lögskráningu skipsins hafi verið ábótavant, þar sem skipstjórinn hélt áfram að sigla eftir að atvinnuréttindi hans runnu út fyrir jól, og staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. þetta við Ríkisútvarpið. Eitt af skilyrðum lögskráningar skipa er að skipstjórnarmenn hafi gild atvinnuskírteini.
Fram kemur í frétt Rúv að engin kæra hafa borist lögreglunni í Vestmannaeyjum vegna málsins. Jafnframt er haft eftir upplýsingafulltrúa Samgöngustofu að engar tilkynningar eða kvartanir hafi borist þeim, einungis fyrirspurnir.
Lögum samkvæmt er óheimilt að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir. Að sögn Samgöngustofu var skipstjórinn í stöku tilfellum skráður um borð, þrátt fyrir að atvinnuréttindin væru útrunnin.
Skráði aðra sem skipstjóra þegar hann var sjálfur að sigla
Fréttastofa Rúv hefur heimildir fyrir því að um sé að ræða beinlínis ranga skráningu og skipstjórinn hafi skráð í einhverjum tilvikum nöfn annarra skipstjóra, án þeirra vitundar, þegar hann var sjálfur að sigla.
Stjórn Herjólfs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu Rúv að málið sé litið alvarlegum augum. Verklag hafi verið endurskoðað af hálfu félagsins til að koma í veg fyrir sambærileg eða svipuð atvik endurtaki sig.
Skipstjórinn fékk atvinnuskírteinið endurútgefið hjá Samgöngustofu fjórða janúar.
Tags
HerjólfurMá bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...