Unnið að umbótaáætlun hjá GRV

19.Janúar'22 | 07:20
hamarsskoli_0521

Ljósmynd/TMS

Ytra mat Grunnskóla Vestmannaeyja var til umfjöllunar á fundi fræðsluráðs í vikunni. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV kynnti þar helstu niðurstöður úr ytra mati Menntamálastofnunar á Grunnskóla Vestmannaeyja.

Matið kom heilt yfir ágætlega út, styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta einnig nokkur. Skólinn vinnur að umbótaáætlun út frá niðurstöðum matsins sem skilað verður til Menntamálastofnunar.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að þessi úttekt styrki skólann í að hann sé að vinna vel og þá getur hann nýtt góða leiðsögn sem kemur fram í tillögum til úrbóta til að gera enn betur. Skólastjóra er falin eftirfylgni umbóta í samvinnu við skólaskrifstofu.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).