Sandburður aukist verulega í Landeyjahöfn síðan um helgina

19.Janúar'22 | 21:50
disan_gardur

Dýkunarskipið Dísa vinnur nú að dýkun í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar síðdegis í dag, líkt og greint var frá í tilkynningu frá Herjólfi ohf. fyrr í dag. Eftir kvöldið er ljóst að ekki er hægt að halda áfram siglingum þangað nema dýpkun hafi farið fram.

Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. nú í kvöld. Jafnframt segir í tilkynningunni að frá því mæling á dýpinu var gerð sl. laugardag hefur sandburður aukist verulega. Eins og staðan er núna er dýpkunarskipið að störfum og kemur til með að vera það einnig á morgun.

Þá segir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar þar til annað verði tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45.

Ef skoðuð er ölduspáin fyrir Landeyjahöfn sést að spáð er vaxandi ölduhæð þegar líður á föstudaginn og verður skv. spánni ölduhæð yfir 4 metra við höfnina fram yfir helgi.

Smelltu á mynd til að fara yfir á ölduspá Vegagerðarinnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.