Faraldurinn hefur áhrif á skólastarfið

18.Janúar'22 | 13:48
grv_2022

Barnaskóli Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Viðbrögð vegna veiruógnunar voru á dagskrá fundar fræðsluráðs Vestmannaeyja í gær. Skólastjórnendur fóru þar yfir stöðuna í leikskólum og grunnskóla bæjarins. 

Fram kemur í fundargerðinni að smit dreifist hratt í samfélaginu þessa dagana og það hefur haft nokkur áhrif á skólastarfið. Ekki hefur þurft að loka skólum en einstaka bekkir í GRV, kjarnar og deildir leikskóla og starfsfólk hafa þurft að sæta sóttkví og úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning hefur farið fram.

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið þakki skólastjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki leik- og grunnskóla sveitarfélagsins fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þeim aðstæðum sem uppi hafa verið.

Jafnframt þakkar ráðið foreldrum/forráðamönnum og nemendum fyrir þolinmæði og skilning á þeirri röskun sem orðið hefur á skólastarfi undanfarið og mun að öllum líkindum verða eitthvað áfram.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.