Landeyjahöfn:
Unnið verður að dýpkun þegar færi gefst
17.Janúar'22 | 18:15Í síðustu viku var greint frá því að dýpi væri ekki lengur nægilegt í Landeyjahöfn fyrir Herjólf.
Fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. síðdegis í dag að dýpið hafi verið mælt í höfninni síðastliðinn laugardag, 15.janúar. Ekki hefur tekist að dýpka af viti að svo stöddu, en unnið verður að dýpkun sem kostur er meðan fært er.
„Það sem ræður mestu um það er ölduhæðin og síðan einnig öldulengdin. Þannig geta stundum verið þær aðstæður að veðrið er gott en aldan áfram mikil sem kemur í veg fyrir að dýpkunarskipið geti afhafnað sig.” segir í tilkynningunni.
Enn fremur segir að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar ef kostur sé á. Það er háð ölduhæð, öldulengd,veðri og nú einnig sjávarföllum.
Jafnframt er tekið fram að skipafélagið komi til með að upplýsa farþega um gang þessarra mála. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt en að sjálfsögðu verður siglt til Landeyjahafnar sé færi á.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...