Fjölgun fæðinga í heimsfaraldri

15.Janúar'22 | 15:00
heilbr_sud_2021

Alls voru 8 fæðingar í Eyjum í fyrra og er langt síðan svo mörg börn fæddust í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Svo virðist sem að heimsfaraldurinn hafi jákvæð áhrif á barneignir í Vestmannaeyjum.

Í fyrra fæddust 56 börn með lögheimili í Vestmannaeyjum. Af þessum 56 börnum fæddust 8 í Vestmannaeyjum og er það fjölgun um 5 frá árinu áður. Af þessum 8 sem fæddust í Eyjum fæddust 7 börn á heilbigðisstofnuninni og 1 í heimahúsi.

Þetta kemur fram í svari Bjarkar Steindórsdóttur, yfirljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til Eyjar.net. Fjöldi fæðinga í fyrra er mikið ánægjuefni en árið þar á undan (2020) var einnig ágætt, samanborið við árin þar á undan - því þá fæddust 48 börn með lögheimili í Eyjum.

Til að mynda fæddust 29 börn árið 2019, (þar af tvö í Eyjum). Árið 2018 fæddust 28 börn skráð í Vestmannaeyjum og fæddist aðeins eitt af þeim í Eyjum. Árið 2017 fæddust 39 börn skráð í Vestmannaeyjum en þrjú þeirra fæddust í Eyjum.

  • 2021: 56 fæðingar. (8 í Eyjum).
  • 2020: 48 fæðingar. (3 í Eyjum).
  • 2019: 29 fæðingar. (2 í Eyjum).
  • 2018: 28 fæðingar. (1 í Eyjum).
  • 2017: 39 fæðingar. (3 í Eyjum).

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...