Grynningar í Landeyjahöfn

14.Janúar'22 | 14:27
herjolf_lan

Dýpið er nú ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Sú staða er komin upp að ekki er nægilegt dýpi fyrir Herjólf í Landeyjahöfn. Til þess að hægt sé að sigla til Landeyjahafnar að nýju þarf að mæla dýpið. Það kemur til með að vera gert við fyrsta tækifæri.

Svona hefst tilkynning frá Herjólfi ohf. Þar kemur jafnframt fram að vegna þessa þurfi Herjólfur að sigla til Þorlákshafnar seinni partinn í dag og fyrri ferðina á morgun.

  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 í dag.
  • Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 í dag.
  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 á laugardagsmorgun.
  • Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 á laugardagsmorgun.

Tilkynning verður gefin út fyrir kl. 15:00 á morgun, laugardag varðandi siglingar seinni partinn. Ljóst er að sigla þarf eftir sjávarföllum ef fært er í Landeyjahöfn, farið yrði því eingöngu kl. 16:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 17:15 frá Landeyjahöfn.

Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skila eftir faratæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn, segir í tilkynningunni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...