Þrír efnilegir framlengja hjá ÍBV

13.Janúar'22 | 21:14
arnar-sigurnyjas-bjorgvin_ibvspo

Ljósmynd/ibvsport.is

Þeir Arnar Breki Gunnarsson, Björgvin Geir Björgvinsson og Sigurnýjas Magnússon hafi framlengt við ÍBV til næstu tveggja ára. Allir eru þeir fæddir 2002 og glæddu sumarið sem leið lífi hér á Eyjunni.

Þetta segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags nú í kvöld.

Arnar Breki lék 19 leiki með KFS í 3. deildinni og skoraði í þeim þrjú mörk. Kraftur hans og dugnaður skipti oft miklu í leikjum liðsins. Björgvin Geir lék 20 leiki í vörninni og stóð sig mjög vel. Björgvin hefur sýnt miklar framfarir síðustu sumur og hélt aftur af mörgum kanntmönnum deildarinnar. Þá lék Sigurnýjas 7 leiki en hann var að jafna sig á meiðslum en hann verður klár í slaginn í sumar, ekki spurning, segir í tilkynningunni.

Tags

ÍBV

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.