Gul viðvörun: Austan stormur eða rok

7.Janúar'22 | 07:01
gul_vidv_070122

Skjáskot/vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa og Suðausturland. Viðvörunin fyrir Suðurland gildir frá miðnætti til klukkan 07.00 í fyrramálið.

Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar segir: Austan 18-23 m/s, en 23-28 syðst. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, sérstaklega ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Í hugleiðingum veðurfræðings nú í morgunsárið segir að í dag sé útlit fyrir tiltölulega rólegt veður á mestöllu landinu. Spáð er sunnan golu eða kalda, en strekkingur allra vestast. Dálitlir skúrir eða él verða á sveimi sunnan- og vestanlands og hiti þar 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi og frost þar.

Seint í dag fer lægð að nálgast úr suðvestri og veldur hún vaxandi austanátt á sunnanverðu landinu, nærri miðnætti má búast við hvassviðri eða stormi á þeim slóðum. Það hvessir síðan víðar á landinu í nótt.

Á morgun er spáð allhvassri eða hvassri austanátt, en það dregur úr vindinum seinnipartinn. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 5 stig.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.