115 sjúkraflug milli lands og Eyja í fyrra

6.Janúar'22 | 07:30
sjukraflutningur

Mýflug fór í alls 805 sjúkraflug í fyrra. Ljósmynd/TMS

Alls voru 115 sjúkarflug á milli lands og Eyja á nýliðnu ári. 

Mýflug fór í 105 sjúkraflug af þessum 115 ferðum í fyrra. Því til viðbótar fóru þyrlusveitir Landhelgisgæslunnar í 10 sjúkraflutninga milli lands og Eyja árið 2021.

Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Eyjar.net. Fram kemur í svarinu að Mýflug hafi farið 75 ferðir frá Vestmannaeyjum í fyrra og 30 flugferðir hafi verið farnar með sjúklinga til Vestmannaeyja.

Ómar Olgeirsson, sérfræðingur hjá Sjúkratryggingum Íslands segir í samtali við Eyjar.net að í fyrra hafi Mýflug flogið alls 805 sjúkraflug á árinu 2021 og er það töluverð aukning frá árinu á undan þegar Mýflug fór 619 ferðir með sjúklinga.

Sjúkraflug Mýflugs síðustu ár milli lands og Eyja:

 • 2016: 75 frá Vestmannaeyjum, 38 til Vestmannaeyja, alls 113
 • 2017: 71 flug frá Vestmanneyjum, 37 til Vestmanneyja, alls 108.
 • 2018: 89 flug frá Vestmanneyjum, 45 til Vestmanneyja, alls 134.
 • 2019: 62 flug frá Vestmanneyjum, 32 til Vestmanneyja, alls 94.
 • 2020: 84 frá Vestmannaeyjum, 23 til Vestmannaeyja, alls 107.
 • 2021: 75 frá Vestmannaeyjum, 30 til Vestmannaeyja, alls 105.

Sjúkraflug Landhelgisgæslunnar síðustu ár milli lands og Eyja:

 • 2016: 3 frá Vestmannaeyjum
 • 2017: 8 frá Vestmannaeyjum
 • 2018: 7 frá Vestmannaeyjum
 • 2019: 7 frá Vestmannaeyjum
 • 2020: 9 frá Vestmannaeyjum
 • 2021: 10 frá Vestmannaeyjum

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.