Rauðu dagarnir í ár

5.Janúar'22 | 07:15
dagatal_2022

Ljósmynd/TMS

Í ár eru aðeins níu lögbundnir frídagar á virkum degi, en það eru jafn fáir rauðir dagar og voru í fyrra.

Baráttudagur verkalýðsins og jóladagur eru nefnilega aftur um helgi. Núna er annar í páskum og sumardagurinn fyrsti aftur á móti í sömu vikunni. Það er því hægt að skipuleggja lengri ferðalög í kringum páska og spara sér alla vega einn orlofsdag, segir í frétt á vef Túrista.is.

Hvítasunnan er líka seinna á ferðinni og hægt að nota hana sem hluti af sumarfríi ársins. En hér eru annars dagarnir níu sem gott er að hafa í huga þegar orlof ársins er skipulagt.

Rauðu dagarnir 2022:

  • Skírdagur, 14.apríl – fimmtudagur
  • Föstudagurinn langi, 15.apríl – föstudagur
  • Annar í páskum, 18.apríl – mánudagur
  • Sumardagurinn fyrsti, 21.apríl – fimmtudagur
  • Uppstigningardagur, 26.maí – fimmtudagur
  • Annar í hvítasunnu, 6.júní – mánudagur
  • Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní – föstudagur
  • Frídagur verslunarmanna, 1.ágúst – mánudagur
  • Annar í jólum, 26. desember, mánudagur

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.