Ábending frá Herjólfi ohf. vegna Covid-19
28.Desember'21 | 17:53Í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna Covid 19 vill Herjólfur ohf. koma á framfæri:
Mikilvægt er að hver og einn hugi vel að sínum eigin sóttvörnum. Spritt er á öllum afgreiðslustöðum Herjólfs, sem og á nokkrum stöðum um borð í ferjunni.
Grímuskylda er um borð í ferjunni og eru farþegar beðnir um að virða það. Gríman á að hylja bæði munn og nef.
Ef farþegar þurfa að ferðast og eru í sóttkví eða sýna flensueinkenni, eru þeir beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs í síma 4812800 svo hægt sé að gera ráðstafanir. Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið.
- Reynum eftir bestu getu að halda fjarlægð og halda kyrru fyrir í ferjunni.
- Hvetjum við farþega til þess að bóka miða á www.herjolfur.is og fá miðanna senda í tölvupósti.
- Notum örgjafann á kortinu okkar eða notum símann til þess að greiða.
Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu varkárni vegna veirunnar og vill taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna málsins, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.