Ábending frá Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum

26.Desember'21 | 21:23
cov_mask

Það er grímuskylda á öllum starfsstöðvum HSU.

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vill Heilsugæslan í Vestmannaeyjum minna á eftirfarandi:  

Það er grímuskylda á öllum okkar starfsstöðvum og við minnum á handþvott og handspritt. Fækkum fylgdarmönnum, höldum fjarlægð og styttum tíma sem dvalið er á stöðinni. 

Fólk með kvefeinkenni á að fara í PCR einkennasýnatöku og vera komið með niðurstöðu áður en komið er á heilsugæsluna. Einkennasýnataka er pöntuð á Mínum siðum á heilsuvera.is. Þau sem eru ekki með rafræn skilríki geta pantað einkennasýnatöku með því að hafa samband við heilsugæsluna símleiðis eða gegnum netspjall Heilsuveru. Gera má ráð fyrir að niðurstöður berist innan 24-32 tíma.

Ekki dugar að taka heimapróf, sjálfspróf eða hraðpróf. 

Þau sem eru með einkenni sem bent geta til Covid sýkingar og það veik að ekki er hægt að bíða eftir niðurstöðum úr PCR próf, fara í hraðpróf á heilsugæslunni. Jafnframt er tekið PCR próf á heilsugæslunni til öryggis.  

Við biðjum skjólstæðinga að virða þetta og ekki koma með pestareinkenni á heilsugæsluna án þess að hafa samband áður. Það er samstarfsverkefni okkar allra að verja starfsemi heilsugæslustöðva, segir í tilkynningu Heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum.

Tags

COVID-19 HSU

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...