Fagnar afmælisdeginum með nýjum samningi

22.Desember'21 | 16:12
gudny-geirs_ibvspo

Guðný Geirsdóttir. Ljósmynd/ibvsport.is

Guðný Geirsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV og mun leika með liðinu næstu tvö árin. 

Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags. Guðný hefur leikið 28 leiki með meistaraflokki ÍBV en hún er markvörður og lék einnig 11 leiki með Selfyssingum á síðustu leiktíð, þar sem hún var á láni. Guðný er 24 ára í dag og fagnar því afmælisdeginum sínum með nýjum samningi.

Fram kemur í tilkynningunni að forráðamenn ÍBV bindi miklar vonir við Guðnýju og vonast til þess að framtíð hennar verði björt og farsæl með liðinu, sem leikur í efstu deild kvenna 12. árið í röð árið 2022. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...