Heildarkostnaður vegna Heiðarvegs 14 verði 520 milljónir

19.Desember'21 | 12:20
slokkvistod_ny_des_0221

Heiðarvegur 14. Ljósmynd/TMS

Minnisblað um húsnæðismál stofnana Vestmannaeyjabæjar var lagt fyrir fund bæjarráðs fyrr í mánuðinum. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu framkvæmda við nýja slökkvistöð og starfsmannaaðstöðu Þjónustumiðstöðvar á Heiðarvegi.

Fram kemur í minnisblaðinu að framkvæmdir við nýja slökkvistöð séu langt komnar og vonir bundnar við að starfsemi geti hafist í desember á þessu ári. Líklegt er að slökkvistöðvarhlutinn verði tilbúinn fljótlega, en skrifstofu- og starfsmannaaðstaða verði tilbúin einhverjum vikum síðar. Áfallinn kostnaður skv. bókhaldi Vestmannaeyjabæjar þann 16. nóvember sl., nam 391 m.kr. Áætlaður aukakostnaður vegna eldra húss eru rúmar 10 m.kr. sem bætast við áætlaðan framkvæmdakostnað. Magntöluaukningar í verkum eru áætlaðar rúmar 32 m.kr., en á móti kemur frádráttur vegna sögunar á gólfi o.fl., sem eftir er að gera upp. Mest af magntöluaukningum er vegna ástands eldra húss.

Miðað við þessar upplýsingar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður vegna Heiðarvegs 14 verði 520 m.kr. Tilboð verktaka nam tæpum 409 m.kr., en við þann kostnað bætast um 42 m.kr. vegna auka- og viðbótarverka eins og að ofan er talið. Hönnun og eftirlit nam 55 m.kr., gatnagerðargjöld sem venjulega er ekki áætlað fyrir námu 8,7 m.kr. og breytingar á fráveitu námu um 12 m.kr., en ákveðið var að endurnýja stofnpípu sem liggur undir nýrri slökkvistöð.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.