Fótboltaskóli ÍBV á milli jóla og nýárs
Fótboltaskólinn verður haldinn 27., 28. og 29. desember
16.Desember'21 | 10:54ÍBV ætlar að bjóða upp á fótboltaskóla á milli jóla og nýárs. Það eru þjálfarar yngri flokka og leikmenn meistaraflokka sem sjá um skólann. Æfingar fara allar fram í Herjólfshöllinni og lýkur síðustu æfingu hvors hóps á pizzaveislu í Týsheimilinu.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari meistaraflokks karla og fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins verður gestaþjálfari í fótboltaskólanum.
- Fyrri hópur: 6. og 7. flokkur karla og kvenna - frá klukkan 10:00 - 12:00 alla dagana
- Seinni hópur: 4. og 5. flokkur karla og kvenna - frá klukkan 12:30 - 14:30 alla dagana
Verð í skólann í ár er 1.000 kr. og fer skráning fram á knattspyrna@ibv.is. Í skráningu verður að taka fram nafn og kennitölu iðkanda. Jólasveinar elska að gefa gjafabréf í fótboltaskólann í skóinn og er þeim bent á að panta svoleiðis í gegnum knattspyrna@ibv.is, segir í tilkynningu frá ÍBV.
Tags
ÍBV
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...