Fjaraugnlæknaþjónusta í Vestmannaeyjum
16.Desember'21 | 09:20Í Vestmannaeyjum er boðið upp á fjaraugnlæknaþjónustu fyrir þá sem vilja koma í augnbotnaskoðun.
Nýr og fullkominn tækjabúnaður er í Vestmannaeyjum, en eins og nafnið segir er þetta fjarlækningaþjónusta og augnlæknir er því ekki staddur í Vestmannaeyjum. Sérþjálfaður starfsmaður í Eyjum tekur myndir sem eru skoðaðar af augnlækni sem staðsettur er í Reykjavík.
Einstaklingar með langvarandi augnvandamál geta nýtt sér þjónustuna, þar á meðal þeir sem eru með sykursýki, of háan blóðþrýsting, gláku og ellihrörnun í augnbotnum.
Sé um alvarlega augnsjúkdóma að ræða þarf að leita til Reykjavíkur til augnlæknis t.d. fólk með slæma gláku eða þegar fólk þarfnast sprautu í augun vegna alvarlegra augnvandamála, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þar er bent á að þetta sé alls ekki bráðaþjónusta.
Svo hægt sé að nýta sér þessa þjónustu þarf tilvísun frá heimilislækni. Þegar hún er komin er hægt að panta tíma í síma 432-2500. Á heimasíðu HSU eru gagnlegar og ítalegar upplýsingar um þessa og aðra þjónustu í Vestmannaeyjum. þær er einnig að finna hér neðar.
Tags
HSU
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.