Bólusetningar framundan í Eyjum

21. desember er næsta bólusetning gegn covid 19 áætluð í Eyjum

16.Desember'21 | 16:50
influensa_sprauta

Þriðjudagurinn 21. desember verður stór bólusetningardagur í Eyjum.

Fram kemur á vefsíðu HSU að fólk sé boðað í bólusetningu þegar 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Fólk sem ekki hefur fengið boð en tilheyrir áðurnefndum hópum er beðið um að hafa samband við heilsugæslu í síma 432-2500.

Ef fólk þarf að komast fyrr í bólusetningu, td. vegna ferðalaga, er hægt að hafa samband við HSU og reynt verður að koma til móts við óskir fólks eins og hægt er. Vinsamlegast ekki mæta fyrr en þið hafið fengið boð í sms-i.

Næstu skref bólusetninga í Vestmannaeyjum 

Þriðjudagurinn 21. desember verður stór bólusetningardagur og fær fólk boð í bólusetningu vegna covid. Eru það flestir einstaklingar sem boðaðir eru í örvunarskammt og ættu einstaklingar sem bólusettir voru fyrir 6 mánuðum eða lengur núna að hafa fengið boð.  Bólusett verður í Íþróttahúsinu

Opinn tími verður kl. 13 er og er sá tími ætlaður fyrir einstaklinga sem ekki teljast fullbólusettir,  það hafa enga bólusetningu þegið eða 2 af pfizer eða Astra Zenica, eða hafa verið fullbólusettir fyrir meira en 6 mánuðum en ekki fengið boð í örvunarskammt.

Athugið að hafi fólk fengið covid –smit á síðast liðnum 6 mánuðum á það ekki að mæta. 

Þeir sem ekki hafa fengið boð en telja sig eiga að mæta er bent á að hafa samband við heilsugæslu, sími 432-2500. Einnig eru þeir sem ekki eru fullbólusettir beðnir um að hafa samband og láta skrá sig. 

Inflúensubólusetningar

Fólk er hvatt til að mæta í inflúensubólusetningar,  sérstaklega einstaklinga yfir 60 ára og einnig þá sem eru með undirliggjandi áhættuþætti. Svo sem hjarta og lungnasjúkdóma, veiklað ónæmiskerfi vegna sjúkdóma eða lyfja og sykursýki. Opinn tími á heilsugæslunni alla miðvikudaga kl. 14 – 15, eða eftir samkomulagi. Tvær vikur verða að líða á milli bólusetninga, segir í tilkynningu HSU.

Tags

COVID-19 HSU

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.