Viðræður við Færeyinga um samnýtingu Herjólfs III

- ferjan yrði aðgengileg með sólarhringsfyrirvara

15.Desember'21 | 20:57
herjólfur_lan

Herjólfur III. Ljósmynd/TMS

Vegagerðin og Strandferðaskip í Færeyjum hafa átt í viðræðum um hvort mögulegt sé að samnýta Herjólf III með einhverjum hætti. 

Grunnforsenda samninga er að Herjólfur III sé aðgengilegur ef og þegar þörf reynist á og  verði þannig áfram varaferja fyrir nýja Herjólf. Reikna má með að niðurstaða fáist í viðræðurnar á næstu mánuðum, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Strandfaraskip í Færeyjum, sem er rekstraraðili almenningssamgagna þar í landi, hefur sýnt áhuga á því að taka Herjólf III í sína þjónustu. Skipið er hugsað uppbótarskip vegna mikilla anna á ýmsum siglingarleiðum í Færeyjum. Skipið verður fullmannað og í reglubundinni notkun en ekki fast í áætlanasiglinum.  Það þýðir að skipinu verður viðhaldið og áhöfn er til staðar og ferjan þá einungis í um sólarhrings fjarlægð frá Íslandi.

Eitt helsta verkefni Vegagerðarinnar er að tryggja öruggar samgöngur á skynsaman og hagkvæman hátt. Vestmannaeyjar eru háðir ferjusiglingum og hluti af því að búa við slíkar samgöngur er að geta reitt sig á varaleið þegar Herjólfur þarf að fara í reglubundið viðhald og ekki síður ef eitthvað óvænt kemur upp.

Eftir að nýi Herjólfur komst í fullan rekstur og reynslan hefur sýnt okkur að hann stenst allar væntingar um þjónustustig fyrir flutninga á fólki og farmi milli lands og eyja, hefur hlutverk Herjólfs III verið í talsverðri óvissu. Að liggja verkefnalaust við bryggju fer illa með skip og rekstur og viðhald við þær aðstæður mjög kostnaðarsamt. 

Hugmyndir voru viðraðar um að Herjólfur III gæti siglt á milli Stykkishólms og Brjánslækjar en eftir ítarlega skoðun á því verkefni varð niðurstaðan sú að miðað við núverandi aðstæður (hafnarmannvirkin) hentar Herjólfur III engan veginn á þá siglingaleið. 

Það er því áhugavert að sjá hvort samnýta megi skipið bæði í Færeyjum og á Íslandi, segir í fréttinni. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).