Kiwanis gefur fjórða leitarhundinn til lögreglunnar

14.Desember'21 | 16:55
20211214_141803

Frá afhendingunni í dag. Ljósmyndir/TMS

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti lögreglunni í Vestmannaeyjum nýjan leitarhund í dag, en hundurinn er gjöf Kiwanismanna til lögreglunnar. 

Nýi leitarhundurinn er fjórði hundurinn sem Kiwanis gefur lögreglunni og hafa þeir einkum verið notaðir til fíkniefnaleitar. 

Fram kemur á heimasíðu Kiwanisklúbbsins að klúbburinn hafi samþykkt í október  sl. að veita lögregluembættinu í Vestmannaeyjum styrk að fjárhæð  1.315.394-  til kaupa á fíkniefna-leitarhundi sem hlotið hefur nafnið Móa. Í tilkynningu Kiwanisklúbbsins segir að félagar séu stoltir af því að geta gert samfélaginu gagn og gefið til baka þar sem styrkurinn sé veittur af söfnunarfé og þá aðallega með sölu jólasælgætis til bæjarbúa.

Í fjárhæðinni er allur kostnaður við hundinn, eins og að fá hann til landsins og þjálfunarkostnaður, bólusetningar og slíkt en ekki opinber gjöld þar sem Helgafellsfélögum finnst ekki eðlilegt að greiða opinber gjöld af gjöf sem verið sé að veita opinberri stofnun.

Móa, sem hét Sunny þegar hún kom til landsins, var flutt inn frá Englandi og er enskur Springer Spaniel. Móa fæddist 25.02.2021 og hún kom til Eyja úr einangrun þann 13.10.2021. Formleg þjálfun er tiltölulega nýhafin og er núna verið að kenna henni að leita að fíkniefnum undir dyggri leiðsögn Heiðars Hinrikssonar, lögreglumanns. 

Fyrst eftir að hún kom fór tíminn í að venja hana að nýju heimili og fólki, umhverfisþjálfa hana og kenna henni íslensku. Móa er kraftmikill hvolpur og hefur Heiðar  trú á að hún verði öflugur leitarhundur.

Af þessu tilefni mættu félagar úr Helgafelli á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum með gjafabréf til formlegrar afhendingar, og var vel tekið á móti þeim félögum með kaffi, konfekti og öðru góðgæti.

Það er von Helgafellsfélaga að Móa verði mikilvæg í okkar samfélagi gegn þeim vágesti sem fíkniefni eru og verja þar með börnin okkar og íbúa Vestmannaeyja, enda mikil forvörn að geta haft leitarhund á okkar ágætu eyju.

Megi Móu og lögreglunni farnast vel í sínum störfum í náinni framtíð, segir í tilkynningu Kiwanisklúbbsins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).